Sameiginlegt lið Vals/Snæfell og Keflavík mættust í unglingaflokki kvenna í næstsíðasta leik dagsins í úrslitum yngri flokka í Stykkishólmi. Í upphafi höfðu Keflavík strax tögl og hagldir í leiknum og komust í 15-2. Valsnæfellesstúlkur börðust þó vel og komu líklega í veg fyrir frekari forystu. Tólf stigum munaði á liðunum eftir fyrsta hluta 22-10 fyrir Keflavík. Valur/Snæfell náðu að halda sér um 10 stigum á eftir Keflavík og hleyptu þeim ekki lengra frá sér mest af í öðrum hluta. Undir lokin voru góð skot ekki að detta hjá Val/Snæ og Keflavík bættu í á móti leiddi í hálfleik 44-27. Ingunn Embla og Sara Rún voru komnar með 10 stig hvor fyrir Keflavík. Í liði Val/Snæ var Sóllilja með 8 stig en Sara Diljá og Rebekka Rán voru með 5 stig hvor.
Seinni hálfleikur var erfiður uppdráttar fyrir Val/Snæ en Keflavíkurhópurinn er gríðarsterkur og bættu í forystuna í þriðja hluta um 8 stig og staðan 63-38. Það breyttisty fljótt í 72-38 og ekkert var í vegi Keflavíkur að hampa íslandsmeistaratitlinum sem þær gerðu eftir öruggan sigur 47-78. Kona leiksins var Ingunn Embla með 16 stig og 7 fráköst en stigahæst var Sara Rún með 17 stig. Í liði Vals/Snæfells var Sara Diljá með 12 stig og 8 fráköst og henni næst Rebekka Rán með 9 stig.
Mynd/ Sumarliði Ásgeirsson
Umfjöllun/ Símon B Hjaltalín



