spot_img
HomeFréttirÖruggur sigur Íslandsmeistaranna í Smáranum

Öruggur sigur Íslandsmeistaranna í Smáranum

Breiðablik tók á móti Njarðvík í Subway deild kvenna í gærkvöldi, miðvikudag. Fyrir leik voru Njarðvíkingar öruggar í fjórða sæti deildarinnar, en Blikar vermdu það næstneðsta með tvo sigra í 11 leikjum.

Gestirnir úr Njarðvík tóku fljótt forystuna í leiknum og höfðu 16 stiga forskot að loknum fyrsta fjórðungi, 17-33. Þá forystu voru þær aldrei líklegar til að láta af hendi, og bættu þvert á móti í. Fyrir lokafjórðunginn höfðu Íslandsmeistararnir 30 stiga forskot, 55-85, og var eftirleikurinn auðveldur. Niðurstaðan 76-100 sigur Njarðvíkur.

Aliyah Collier var stigahæst í liði Njarðvíkur með 22 stig og 10 fráköst, en hjá Blikum skoraði Sanja Orazovic 25 stig.

Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Haukum á heimavelli þann 14. desember, en sama kvöld taka Blikar á móti ÍR í botnslag.

Fréttir
- Auglýsing -