Íslandsmeistarar Hauka lögðu Ármann í kvöld í sjöttu umferð Bónus deildar kvenna, 75-92.
Haukar eru í 4. sæti deildarinnar eftir leikinn með 8 stig á meðan Ármann er í 9. sætinu með 2 stig.
Leikur kvöldsins var nokkuð kaflaskiptur. Þar sem Ármann leiddi í fyrri hálfleik, en þegar líða fór á þann seinni náðu Íslandsmeistarar Hauka góðum tökum og unnu að lokum nokkuð verðskuldaðan 17 stiga sigur, 75-92.
Stigahæst heimakvenna í leiknum var Nabaweeyah Ayomide McGill með 21 stig og Khiana Johnson bætti við 17 stigum.
Fyrir Hauka var stigahæst Krystal Freeman með 25 stig og henni næst Amandine Toi með 22 stig.
Ármann: Nabaweeyah Ayomide McGill 21/6 fráköst, Khiana Nickita Johnson 17/4 fráköst/5 stoðsendingar, Dzana Crnac 12/5 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 11/13 fráköst/5 stolnir, Jónína Þórdís Karlsdóttir 9/5 fráköst/6 stoðsendingar, Brynja Benediktsdóttir 3, Þóra Birna Ingvarsdóttir 2, Ísabella Lena Borgarsdóttir 0, Auður Hreinsdóttir 0, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 0, Rakel Sif Grétarsdóttir 0.
Haukar: Krystal-Jade Freeman 25/12 fráköst, Amandine Justine Toi 22, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 19/6 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 9/8 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 8, Ísabella Fjeldsted Magnúsdóttir 3, Þóra Kristín Jónsdóttir 2/5 fráköst/7 stoðsendingar, Arnheiður Ísleif Ólafsdóttir 2, Sigrún Björg Ólafsdóttir 2/10 fráköst, Hafrós Myrra Eyland Hafsteinsdóttir 0, Ásdís Freyja Georgsdóttir 0, Ásta Margrét Jóhannesdóttir 0.



