21:44
{mosimage}
Tindastóll er í 8. sæti er að berjast við að komast í úrslitakeppnina á meðan gestgjafar þeirra í vesturbænum eru við það að taka deildarmeistaratitlinn en þeirra helstu keppinautar úr Grindavík gáfu undan Snæfelli í gærkveldi og KR því í betri stöðu að ná þeim vinning.
Tindastólsmenn voru sprækir fyrstu mínúturnar og voru komnir í 2-6 þegar KR setti í pressu og komust 6-6 en stórskot voru ekki að detta Jason til að auka muninn hjá KR og jafnt var á með liðunum fram yfir miðjan fyrsta hluta en þá komust KR yfir 12-10. Skotin fóru að detta betur hjá báðum liðum en Helgi átti góðann þrist fyrir KR en Svavar svaraði fyrir Tindastól og sóknar leikur beggja liða að fljóta meira. Jón Arnór svaraði Svavari en Tindastóll hélt í við KR sem vildi þó fara skilja við og setti svo Helgi einn þridt á flautunni og KR leiddi eftir fyrsta fjórðung 25-19.
KR byrjaði á að pressa vel og uppskar góðarsóknir í kjölfarið og sigu rólega en örugglega í 10 stiga mun 35-25 þar sem Helgi var búninn að vera hress með 12 stig. KR hreinlega lék sér að vörn Tindastóls á kafla og fengu þeir að labba um allt og vera fríir i teignum til að skapa sér þennan mun og á móti voru KR-ingar sterkir varnarlega og eftir að Jason tók boltann á lofti og tróð svo fólk tók andköf í salnum þá komust KR í 17 stiga mun 50-33. Tindastóll átti erfitt með elta káta KR-inga þar sem þeir léku á alls oddi og voru með hverja stoðsendinguna glæsilegri. Það fór svo að KR náði 20 stiga forskoti í hálfleik 61-41.
Helgi var að losa sig vel alveg laus við pressu og kominn með 16 stig og Brynjar 13 stig. Hjá Tindastól var Helgi Margeirs kominn með 10 stig og Friðrik Hreinsson 8 stig. Spil KR var mjög gott og voru þeir konir með 19 stoðsendingar og voru að finna vel hverja aðra en Tindastóll var skrefi framar í fráköstum með þau 16 á móti 10 hjá KR. Tindasóll hafði svo tapað boltanum 16 sinnum, mest á sóknarklukku og pressu en KR hafði hjá sér 12 stolna bolta skráða.
Tindastóll skoraði fyrstu fimm stigin í þriðja hluta og KR hélt upptekinni pressu. Tindastólsmenn voru með betri vörn og jafnt var á með liðunum þó KR hefði um 20 stiga forskot. Alphonso Pugh var að koma betur inn í leikinn og hafði skorað 10 stig og var sprækari í sókninni en aðeins of sprækur stundum kominn með 4 villur um miðjann hlutann. KR hélt sínu og leiddi 79-59 eftir hnífjafnann fjórðung en Jón Arnór hafði verið að sertja góða þrista og halda mönnum við efnið.
Ágæt vörn Tindastóls og KR gaf eftir var það sem bara fyrir augu á kafla í fjórða hluta. KR átti þó sprett í byrjun og komust í 88-61 en Tindastóll náði til baka og var Helgi Margeirs þeirra heitastur. Leikurinn varð hægari uppúr miðjum hlutanum og var sigur KR lítið í hættu þegar 2 mínútur voru eftir og staðan 94-72 fyrir vesturbæinga. Tindastólsmenn náðu að spila sig ágætlega í gegnum tvo síðustu leikhlutana en ef þeir vildi lengra var KR of vel búið til að þeir kæmust upp með slíkt og menn kláruðu loftið að norðan. KR átti öruggann sigur 96-80 en gáfu aðeins eftir í lokin eftir að hafa leitt með 20 – 26 stigum heilt yfir.
Hjá KR voru Helgi Magnússon og Jón Arnór með 18 stig hvor og Jón með 6 fráköst að auki. Brynjar með 13 stig og Jason 12 stig. Skarphéðinn Ingason var að finna félagana vel með 9 stoðsendingar. Hjá Tindastól var Svavar Birgisson með 18 stig og 10 fráköst. Alphonso Pugh kom sterkari inn í seinni hluta leiksins og var með 14 stig og 7 fráköst. Helgi Viggósson var með 13 stig og Helgi Margeirsson 12 stig. Tindastóll tapaði boltanum 28 sinnum og var pressa KR mjög sterk en fráköstin áttu norðanmenn 36 á móti 25. Ljóst er að Tindastólsmenn þurfa að hafa eitthvað meira fyrir því að ná inn fyrir topp 8 og sæti í úrslitum á meðan KR-ingar fóru lang leiðina í kvöld að setja aðra höndina á deildameistaratitilinn.
Mynd: úr safni/[email protected]
Símon B. Hjaltalín