spot_img
HomeFréttirÖruggur sigur Hauka í Ólafssal

Öruggur sigur Hauka í Ólafssal

Haukar höfðu betur gegn Breiðablik í Ólafssal í kvöld í 13. umferð Subway deildar kvenna, 85-62. Eftir leikinn eru Haukar um miðja deild með sjö sigra og sex töp á meðan að Breiðablik er nær botninum með aðeins einn sigur eftir fyrstu þrettán umferðirnar.

Atkvæðamestar fyrir Hauka í leiknum voru Þóra Kristín Jónsdóttir með 9 stig, 11 fráköst, 14 stoðsendingar og Tinna Guðrún Alexandersdóttir með 21 stig og 3 fráköst.

Fyrir Blika var það Brooklyn Pannell sem dró vagninn með 19 stigum, 7 fráköstum og 4 stoðsendingum. Henni næst var Sóllilja Bjarnadóttir með 15 stig og 4 stoðsendingar.

Bæði lið eru nú komin í jólafrí, en deildin heldur áfram snemma á nýju ári, nánar tiltekið 2. januar, en þá fær Breiðablik lið Grindavíkur í heimsókn og Haukar heimsækja Keflavík.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -