spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÖruggur sigur Hauka á ÍR

Öruggur sigur Hauka á ÍR

Eftir gott landsleikjahlé hófst Subway deild karla aftur í kvöld með þremur leikjum. Í Ólafssal tóku Haukar á móti ÍR í Snáðaslagnum, en þjálfarar liðanna voru lengi fastir gestir í hlaðvarpinu Aukasendingin þar sem þeir fengu viðurnefnin snáðar.

Ljóst var snemma í leiknum að Hafnfirðingar komu tvíefldir úr landsleikja hlénu og gerðu í raun útum leiknn snemma. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 24-11. Til að gera langa sögu stutta áttu Breiðhyltingar aldrei möguleika eftir það. ÍR náði örlitlu áhlaupi í byrjun seinni hálfleik, en það var ekki nægilega mikið. Haukar gáfu forystuna aldrei frá sér og rúlluðu sigrinum örugglega inn að lokum, 93-73.

Hjá Haukum var Hilmar Smári Henningsson frábær með 27 stig, þá varDaniel Mortensen einnig öflugur með 18 stig, 8 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Tyler Jones var framlagshæstur í liði ÍR með 26 stig og 18 fráköst.

Haukar eru í fjórða sæti eftir kvöldið með 8 stig og mæta Njarðvíkingum í næstu umferð. ÍR eru áfram í 10. sæti með einn sigur en mæta Þór Þ í næstu umferð sem er enn taplaust.

Tölfræði leiksins

Viðtöl / Sæbjörn Þór

Fréttir
- Auglýsing -