spot_img
HomeFréttirÖruggur sigur Hamars í Grafarvogi

Öruggur sigur Hamars í Grafarvogi

13:17

{mosimage}

 

(LaKiste Barkus)

 

 

Fjölmargir stuðningsmenn Hamars sem mættu í Grafarvoginn skemmtu sér afar vel því Hamar landaði góðum sigri 51-75 gegn Fjölni. La. K. Barkus átti stórleik og skoraði 36 stig og var með 44 í einkunn samkvæmt framlagsjöfnu NBA, sem er nálægt frábærri einkunn George Byrd í KR leiknum síðastliðinn sunnudag í Iceland Express deild karla.

 

Gaman var að sjá hversu stúlkurnar lögðu sig vel fram sem liðsheild því allir leikmenn komu við sögu í leiknum. Hafrún skoraði 10 stig og fékk 11 í einkunn og Álfhildur skoraði 7 stig og fékk 12 í einkunn, tók 5 fráköst. Fanney skoraði 9 stig og tók 7 fráköst. Þá áttu þær Jóhanna – sem skoraði 6 stig – og Ragnheiður – með 2 stig – góðan varnarleik og tóks þeim vel til við að stöðva Slavica Dimovska hjá Fjölni. Einnig var gaman að sjá góða innkomu hjá Jenný Harðardóttur sem lék síðustu 4 mínútur leiksins og tók samtals 6 fráköst á þeim stutta tíma. Aðrar sem skoruðu hjá Hamri voru þær Dúfa með 3 stig og Íris með 2 stig.

 

Tölfræði leiksins

 

Frétt af www.hamarsport.is

Fréttir
- Auglýsing -