spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÖruggur sigur Grindvíkinga

Öruggur sigur Grindvíkinga

Grindavík tók í kvöld á móti Ármanni í annarri umferð Bónusdeildar kvenna á heimavelli sínum í Grindavík.

Grindavík hefur því unnið fyrstu tvo leiki sína í Bónus deildinni á meðan Ármann hefur tapað báðum leikjum sínum.

Grindvíkingar byrjuðu leikinn mun betur og höfðu þrettán stiga forskot að loknum fyrsta fjórðungi, 26-13. Þeirri forystu náðu gestirnir aldrei að ógna að ráði og unnu Grindvíkingar að lokum öruggan 27 stiga sigur, 86-59.

Abby Beeman var stigahæst heimakvenna með 22 stig, en hjá gestunum var Jónína Þórdís Karlsdóttir stigahæst með 20 stig.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -