spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaÖruggur sigur Grindavíkur í Smáranum

Öruggur sigur Grindavíkur í Smáranum

Grindavík lagði nýliða Þórs Akureyri í 8. umferð Subway deildar kvenna. Eftir leikinn er Grindavík í 2. sæti deildarinnar með sex sigra og tvö töp á meðan að Þór er í 5. sæti deildarinnar með fjóra sigra og fjögur töp það sem af er tímabili.

Það voru “heimakonur” í Grindavík sem byrjuðu leik dagsins betur í Smáranum, en að loknum fyrsta fjórðung voru þær komnar með 8 stiga forystu, 25-17. Þær ná svo að láta kné fylgja kviði undir lok fyrri hálfleiksins og eru komnar með þægilega 18 stiga forystu þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 41-23.

Grindavík gaf svo áfram lítil færi á því að Þór kæmist aftur inn í leikinn í upphafi seinni hálfleiksins. Með herkjum koma gestirnir forystu þeirra þó rétt innfyrir 10 stigin um miðbygg þriðja fjórðungs áður en Grindavík setur fótinn aftur á bensíngjöfina og gera nánast útum leikinn fyrir þann fjórða, 66-41. Eftirleikurinn virtist svo nokkuð einfaldur fyrir Grindavík, sem sigra að lokum mjög örugglega 93-63.

Atkvæðamest fyrir Grindavík í leiknum var Danielle Rodriguez með 24 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar. Fyrir Þór var Madison Sutton með 19 stig, 16 fráköst og 4 stoðsendingar.

Samkvæmt skipulagi á Grindavík næst leik komandi þriðjudag 21. nóvember gegn Stjörnunni í Garðabæ, en degi seinna fær Þór lið Keflavíkur í heimsókn á Akureyri.

Tölfræði leiks

Eftirfarandi viðtöl eru birt af rás Víkurfrétta

Viðtöl væntanleg

Fréttir
- Auglýsing -