spot_img
HomeFréttirÖruggur sigur Grindavíkur í Ólafssal

Öruggur sigur Grindavíkur í Ólafssal

Grindavík hafði betur gegn Haukum í Ólafssal í kvöld í 6. umferð Subway deildar kvenna.

Grindavík eru eftir leikinn í 2. sæti deildarinnar með fimm sigra og eitt tap á meðan að Haukar eru í 5. sætinu með 3 sigra og 3 töp.

Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi, en undir lok fyrri hálfleiks nær Grindavík að skapa smá bil á milli sín og heimakvenna, 38-47. Í seinni hálfleiknum létu þær forystuna svo ekki af hendi, þrátt fyrir ágætisáhlaup Hauka, en undir lokin nær Grindavík að sigra nokkuð örugglega, 71-84.

Atkvæðamestar fyrir Grindavík í leiknum voru Eve Braslis með 21 stig, 9 fráköst og Danielle Rodriguez með 13 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar.

Fyrir Hauka var það Keira Robinson sem dró vagninn með 33 stigum og 8 fráköstum. Þá bætti Sólrún Gísladóttir við 13 stigum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -