Grindavík tók á móti Val í Dominos deild kvenna í kvöld þar sem Grindavík sigraði örugglega 79-64 eftir kaflaskiptan leik. Grindavíkurstelpur sitja í 2. sæti deildarinnar eftir að hafa aðeins tapað einum leik sem af er vetri. Valsstelpur sem spáð var 1. sæti í deildinni sitja hinsvega í 5 sæti deildarinnar með aðeins einn sigur úr fjórum leikjum.
Bæði lið byrjuðu leikinn af krafti en Pálina opnaði leikinn með flottu skoti frá vítalínu. Liðin voru öflug varnalega og komu kaflar í leikhlutanum þar sem hvorugt lði náði að skora. Valsstelpur byrjuðu að pressa framarlega á vellinum en þær gulu áttu ekki erfiðleikum með að komast í gegn og skoruðu nokkrar auðveldar körfur. Í vörninni voru Grindavík duglegar að brjóta og senda Valsstelpur á línuna en þær fengu 9 vítaskot á móti 1 hjá Grindavík í leikhlutanum. Leikhlutinn endaði 24-19 fyrir Grindavík og Pálína búin að skora 10 stig og Ingibjörg með 4 stoðsendingar.
Í byrjun annars leikhluta komst Helga í villuvandræði og fékk sína 3 villu þegar aðeins 12 mínútur voru búnar af leiknum. Það virtist um tíma sem lítll munur væri á þessum liðum þar sem bærði lið spiluðu vel en Grindavíkurstúlkur komust á bragðið þegar stutt var í að flautað væri til hálfleiks og tóku góða forrystu. Jeanne koma sterk inná af bekk Grindvíkinga og spilaði vel bæði varnalega og sóknalega. Valsstúlkur áttu ekki sinn besta leik í kvöld og var mikið um einstaklingsframtök í sókninni en Kristún gerði það vel og lét þær hafa mikið sér. Í hlafleik var staðan 45-33 fyrir Grindavík
Valsstúlkur virtust hafa fengið gott tiltal í hálfleik og tókst þeim að komast inní leikinn með góðri vörn og góðum sóknaleik. María komst inní sóknaleik Grindvíkinga með góðum sendingum frá Ingibjörgu og Pálnínu og gerði mikilvægar körfur. Frekar jafnt var á með liðum í leikhlutanum og endaði hann 56-79.
Í fjórða leikhluta komust Grindvíkingar á gott skrið og skildu Valsstúlkur eftir. Lauren, Pálína og María reyndust Valstúlkum erfiðar og gerðu þær nánast öll stigin fyrir Grindavík í síðata leikhlutanum. Þegar 3 mínútur voru eftir af leiknum var staðan 73-57 og róðurinn erfiður fyrir Val. Grindavík komust mest 20 stigum yfir í leiknum og þá var rúmelga ein mínúta til leiksloka og skipti Jonni út öllu byrjunarliðu og leyfði yngri stelpunum að spreyta sig. Lokatölur leiksins voru 79-64.
Umfjöllun/ Lilja Ósk Sigmarsdóttir
Mynd úr safni/ [email protected] – Pálína gerði 21 stig, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í sigurliði Grindavíkur í kvöld.



