Tryggvi Snær Hlinason leikmaður Bilbao hafði betur gegn sínum gömlu félögum í Zaragoza í ACB deldinni á Spáni, 101-75.
Á tæpum 14 mínútum spiluðum í þessum stóra sigri skilaði Tryggvi Snær 7 stigum, 3 fráköstum, 2 stoðsendingum, 2 stolnum boltum og 2 vörðum skotum.
Eftir leikinn eru Tryggvi Snær og félagar í 7.-10. sæti deildarinnar með þrjá sigra og þrjú töp það sem af er deildarkeppni.



