7:16
{mosimage}
FSu tóku á móti Skallagrím í úrvalsdeild karla í Iðu á Selfossi. Fyrir leikinn voru heimamenn með einn sigur og eitt tap að baki en gestirnir höfðu tapað báðum fyrstu leikjum sínum. FSu var í sviðsljósinu allan leikinn og Borgnesingar höfðu lítil svör við leik Fsu. Lokatölur leiksins voru 98-56 fyrir heimamenn.
Leikurinn byrjaði rólega þar sem staðan var aðeins 0-4 fyrir gestunum þegar fjórar mínútur voru liðnar af leiknum. Fsu vöknuðum til lífsins eftir það og setti niður fjóra þrista í röð og áttu gestirnir í erfðileikum með að stöðva skothríð þeirra. Minnkuðu Skallarnir þó fljótt muninn 12-8 en dugði það skammt því heimamenn voru fljótir að svara til baka og komu stöðinni í 23-8 en leikhlutinn endaði með tveimur stigum frá Skallagrímsmönnum.
Annar leikhluti fór rólega af stað og sást ekki til stiga fyrr en á annarri mínútu með stigi frá gestunum. Fsu voru fljótir að svara fyrir sig og ná að skora átján stig gegn aðeins tveimur stigum Skallagíms. Flautað var til hálfleiks og voru heimamenn með sannfærandi 27 stiga forskot, 46-19. Eftir fyrstu tvo leikhlutanna voru Árni Ragnarsson og Vésteinn Sveinsson atkvæðamestir heimamanna með 18 og 14 stig. Þorsteinn Gunnlaugsson skilaði 17 stigum og Pálmi Þór Sævarsson 2 stigum fyrir gestina.
Þriðji leikhluti fór fjörugur af stað og heimamenn fljótir að skila stigum á töfluna. Heimamenn fóru að pressa stíft á boltann og áttu gestirnir í erfiðleikum með að komast upp völlinn. FSu bættu við forskot sitt og staðan í lok leikhlutanns 79-34. Sömu sögu var að segja í 4. leikhluta en gestirnir náðu aldrei að komast inn í leikinn og lokatölur leiksins 98-56.
Atkvæðamestir í liði FSu var Vésteinn Sveinsson með 26 stig, Árni Ragnarsson með 20 stig og 6 fráköst og svo loks Sævar Sigurmundsson með 18 stig og 6 fráköst. Hjá Skallagrím var Þorsteinn Gunnlaugsson lang atkvæðamestur með 27 stig, næstum helming stiga Skallagríms, og 7 fráköst. Þess má geta að allir leikmenn á skýrslu í leiknum spiluðu yfir átta mínútur.
Marteinn Guðbjartsson skrifaði greinina
Daði Freyr Pétursson tók myndirnar
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



