spot_img
HomeFréttirÖruggur sigur Fjölnis á Hamri

Öruggur sigur Fjölnis á Hamri

Fjölnir sigraði nýliða Hamars nokkuð örugglega í kvöld þegar liðin áttust við í Dalhúsum í 1. deild kvenna. Heimakonur byrjuðu leikinn betur, komust í 6-0 og héldu Hamri stigalausum fram í miðjan fyrsta leikhluta. Hamar komst yfir í stöðunni 6-7 og aftur 8-10 en eftir það náði Fjölnir yfirhöndinni aftur og lét hana ekki af hendi það sem eftir lifði leiks. Eftir að hafa verið 27 stigum yfir fyrir lokafjórðunginn, sigraði Fjölnir leikinn með 10 stigum, 57-47. 

Berglind Karen Ingvarsdóttir og McCalle Feller voru atkvæðamestar í liði Fjölnis í kvöld með 13 stig hvor en mínútur dreifðust vel á milli leikmanna liðsins sem flestallar léku 10 mínútur eða meira.

Hjá Hamri var Þórunn Bjarnadóttir atkvæðamest með 11 stig og 7 fráköst. Þá skoruðu Katrín Eik Össurardóttir og Ragnheiður Magnúsdóttur 12 stig hvor fyrir Hamar. 

Þetta var þriðji sigur Fjölnis í deildinni í vetur og sitja þær nú í 3.-4. sæti með 6 stig líkt og Þór frá Akureyri sem sigraði topplið Grindavíkur í framlengdum leik í dag. Hamar er í 5. sæti með einn sigur í fjórum leikjum.

Næsti leikur Hamars í deildinni er heimaleikur á móti ÍR þann 7. nóvember næstkomandi en sama dag mun Fjölnir mæta Ármanni í Kennaraháskólanum.

Fjölnir: McCalle Feller 13/6 fráköst/5 stoðsendingar, Berglind Karen Ingvarsdóttir 13/10 fráköst/4 stoðsendingar, Margrét Ósk Einarsdóttir 6, Margrét Eiríksdóttir 6, Fanndís María Sverrisdóttir 5, Erla Sif Kristinsdóttir 4/7 fráköst, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 4, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 2, Snæfríður Birta Einarsdóttir 2, Rakel Linda Þorkelsdóttir 2, Gabríella Rán Hlynsdóttir 0, Elísa Birgisdóttir 0. 

Hamar: Katrín Eik Össurardóttir 12, Ragnheiður Magnúsdóttir 12, Þórunn Bjarnadóttir 11/7 fráköst, Sóley Gíslína Guðgeirsdóttir 5, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 3/8 fráköst, Bjarney Sif Ægisdóttir 2/5 fráköst, Vilborg Óttarsdóttir 2, Margrét Hrund Arnarsdóttir 0, Helga Vala Ingvarsdóttir 0, Fríða Margrét Þorsteinsdóttir 0, Adda María Óttarsdóttir 0, Dagrún Ösp Össurardóttir 0. 

Tölfræði leiks

Myndasafn úr leik

 

Fréttir
- Auglýsing -