9:14
{mosimage}
Fyrsti leikurinn í seinni umferð 1.deildar karla hjá Ármanni og Fjölni var leikinn í Laugardalnum í gærkvöld. Fyrir leikinn voru Ármenningar með 3 sigra en Fjölnismenn með 5.
1. leikhluti
Fjölnir byrjaði leikinn og skoruðu í sinni fyrstu sókn. Ármann svaraði með þrist hinumegin og svona gekk leikhlutinn fyrir sig. Liðin skiptust á að skora sitt hvoru megin og munurinn aldrei meiri en 6 stig Fjölni í vil. Í stöðunni 22-22 skoraði Fjölnir 4 stig í röð. Ármann náði að skora flautukörfu með því að senda boltann þvert yfir völlin og blaka honum í körfuna inni í teignum eftir að Fjölnir hafði skorað. Staðan því 24-26 fyrir Fjölni.
2. leikhluti
Fjölnismenn komu ákveðnir til leiks í og náðu að keyra upp hraðann í leiknum og skoruðu margar hraðaupphlaupskörfur á Ármann. Ármenningum gekk illa að finna leið að körfu Fjölnismanna sem aftur á móti hittu vel og nýttu færin sín vel hinumegin. Þeir voru með 8 af 13 inni í teig og 4 af 7 fyrir utan þriggjastigalínuna sem skilaði sér í því að þeir unnu leikhlutann 13-32 og höfðu því þægilega 21 stigs forystu í hálfleik. Staðan því 37-58.
3. leikhluti
Fjölnismenn komu ákveðnir til leiks eftir hlé og staðráðnir í því að klára leikinn strax og hleypa Ármenningum ekki inn í hann aftur. Leikhlutinn spilaðist svipað og sá á undan. Fjölnir hélt áfram að hitta vel á meðan Ármann lenti í villuvandræðum. Fjölnir vann leikhlutann 19-34 og staðan því orðin 56-92 fyrir gestina og leikurinn ráðinn þegar hér var komið til sögu.
4. leikhluti
Síðasti leikhlutinn spilaðist svipað og hinir, Fjölnir hafði lítið fyrir hlutunum og sigruðu örugglega 71-124.
Hjá Fjölni var Ægir Þór Steinarsson allt í öllu. Hann skoraði 21 stig og var með frábæra nýtingu, 5/6 innan teigs, 3/3 fyrir utan og setti niður bæði vítin sín auk þess að gefa 8 stoðsendingar á samherja sína. Sindri Kárason setti niður 19 stig og klárað færin sín vel inni í teignum og Arnþór Guðmundsson skoraði einnig 19 stig og nýtti 5 af 7 þriggjastigaskota sinna. Allir leikmenn Fjölnis komust á blað en 6 leikmenn voru með 11 stig eða meira.
Hjá Ármanni var Ásgeir Hlöðversson stigahæstur með 25 stig og 8 fráköst. Sæmundur Oddson skoraði 13 stig og Sigurður Gunnarsson var með 11. Aðrir skoruðu minna.
Næsti leikur Ármanns verður á útivelli gegn Hamri og Fjölnis menn fá KFÍ í heimsókn í Grafarvoginn.
Mynd: Snorri Örn Arnaldsson



