spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÖruggur sigur eftir erfiða byrjun í Laugardalshöllinni

Öruggur sigur eftir erfiða byrjun í Laugardalshöllinni

Ármann laut í lægra haldi gegn Keflavík í kvöld í þriðju umferð Bónus deildarinnar, 79-101. Keflavík unnið síðustu tvo leiki sína eftir að hafa tapað þeim fyrsta, en nýliðar Ármanns leita enn að fyrsta sigrinum í deildinni eftir þrjár umferðir.

Eftir nokkuð góða byrjun þar sem heimakonur komast mest 15 stigum yfir nær Keflavík hægt og rólega að vinna sig til baka undir lok fyrri hálfleiksins og eru sjálfar 10 stigum yfir í hálfleik, 39-49.

Keflavík lítur í raun aldrei til baka þó Ármann hafi látið þær hafa fyrir hlutunum í seinni hálfleiknum. Að lokum var sigur Keflavíkur gífurlega öruggur, 79-101, en mest fóru þær 29 stigum yfir í fjórða leikhlutanum.

Stigahæstar fyrir Keflavík í leiknum voru Sara Rún Hinriksdóttir með 27 stig og Anna Ingunn Svansdóttir var með 18 stig.

Fyrir Ármann var stigahæst Khiana Nickita Johnson með 17 stig og Jónína Þórdís Karlsdóttir henni næst með 16 stig.

Tölfræði leiks

Karl
Khiana
Hörður
Sara Rún
Fréttir
- Auglýsing -