ÍR lagði Hauka í Ólafssal í kvöld í lokaleik deildarkeppni Bónus deildar karla, 80-91.
Haukar voru fyrir leik kvöldsins fallnir úr deildinni, en þeir enda í 12. sætinu með 8 stig.
ÍR aftur á móti endaði í 7. sætinu með 22 stig og mæta Stjörnunni í 8 liða úrslitum úrslitakeppni deildarinnar.
Frá miðjum fyrsta fjórðung leiksins hafði ÍR góð tök á leiknum. Leiða hann nánast frá byrjun til enda. Að lokum er sigur þeirra þó ekki stærri en 11 stig, 80-91, en þegar mest lét voru þeir 20 stigum yfir um miðjan fjórða fjórðunginn.
Atkvæðamestir í liði Hauka í kvöld voru Hugi Hallgrimsson með 17 stig, 4 varin skot og Seppe D’espallier með 17 stig og 10 fráköst.
Fyrir ÍR var atkvæðamestur Zarko Jukic með 18 stig, 9 fráköst og Jacob Falko bætti við 18 stigum og 10 stoðsendingum.



