Ármenningar gerðu sér lítið fyrir og lögðu granna sína úr Val nokkuð örugglega í kvöld í 14. umferð Bónus deildar karla, 94-77.
Ármenningar eftir leikinn í 11. sæti deildarinnar með 6 stig á meðan Valur er öllu ofar í 4. sætinu með 18 stig.
Ármenningar byrjuðu leik kvöldsins af miklum krafti og leiddu með 15 stigum að fyrsta leikhluta loknum, 31-16. Það forskot halda heimamenn svo í í öðrum leikhlutanum og er munurinn 16 stig þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 50-36.
Heimamenn gera áfram vel að hleypa Val ekki inn í leikinn í upphafi seinni hálfleiksins. Halda forskoti sínu á milli 15 og 20 stiga lengst af í þriðja fjórðungnum og sigla að lokum gífurlega öruggum 17 stiga sigur í höfn í þeim fjórða, 94-77.
Stigahæstir heimamanna í kvöld voru Daniel Love með 22 stig, Brandon Averette með 21 stig og Bragi Guðmundsson með 20 stig.
Fyrir Val var stigahæstur Frank Aron Booker með 26 stig.
Ármann: Daniel Love 22/5 fráköst/5 stoðsendingar, Brandon Averette 21/6 fráköst, Bragi Guðmundsson 20/7 fráköst, Marek Dolezaj 10/8 fráköst, Zarko Jukic 10/8 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 6/5 fráköst, Arnaldur Grímsson 3, Jakob Leifur Kristbjarnarson 2, Alfonso Birgir Gomez Söruson 0, Valur Kári Eiðsson 0, Jóel Fannar Jónsson 0, Cedrick Taylor Bowen 0.
Valur: Frank Aron Booker 26/10 fráköst, Callum Reese Lawson 13/4 fráköst, Kári Jónsson 10/10 stoðsendingar, Karl Kristján Sigurðarson 9/6 fráköst, Kristófer Acox 9/6 fráköst, Lazar Nikolic 5, Hjálmar Stefánsson 5/6 fráköst, Orri Már Svavarsson 0, Veigar Örn Svavarsson 0.



