Líkt og félagar þeirra í U16 landsliði karla voru U18 strákarnir seinir í gang gegn Norðmönnum í dag. Lítil stemning í liðinu og menn á hælunum. Ólíkt U16 liðinu voru U18 mun fyrr til að snúa blaðinu við.
Norðmenn komust í 10-7 en lengra náðu þeir ekki. Skellt var hreinlega í lás hjá íslenska liðinu, pressa sett á allan völlinn og keyrt á körfuna miskunnarlaust.
Íslenska liðið vann 1. hluta 13-21 og gersamlega valtaði yfir Norðmenn í 2. með 19 stiga mun 6-25.
Allt annað Noregs mætti til leiks í seinni hálfleik. Pressuðu sjálfir og komu Íslandi að óvörum. Náðu snemma 10-6 rispu þar til Ísland náði áttum, snéri þessu við og viðhélt muninum sem byggst hafði upp í fyrri hálfleik.
4. hluta spiluðu að megninu til varamenn íslenska liðsins og leystu verkefnið mjög vel – viðhéldu þeim mikla mun sem hafði náðst og bættu jafnvel örlítið við allt þar til loka leiks.
Öruggur íslenskur sigur á Norðmönnum, 55-80.



