spot_img
HomeFréttirÖruggur Njarðvíkursigur á Fjölni

Öruggur Njarðvíkursigur á Fjölni

Njarðvík og Fjölnir mættust í kvöld í Ljónagryfjunni í 20.umferð í deildinni. Njarðvíkingar eru í hörkubaráttu við Keflavík um deildarmeistaratitilinn en Fjölnir á botninum í mikilli fallbaráttu.
Leikurinn byrjaði með miklum látum og mikið skorað í byrjun leiks þó aðallega í körfu gestanna og Njarðvík náði fljótt góðu forskoti. Petrúnella Skúladóttir hélt uppteknum hætti frá seinasta leik og setti 4 þriggja stiga körfur í fyrrihálfleik og tvær komu frá bílastæðinu fyrir utan íþróttahúsið. Staðan eftir fyrsta fjörðung var 30-10 fyrir heimastúlkur.
 
Fjölnir kom reyndar miklu ákveðnari til leiks en í fyrsta leikhluta og héldu í við Njarðvíkurstelpur alveg fram að hálfleik en stelpurnar gengu inn til búningsklefa í stöðunni 49-29. Njarðvíkurstelpur byrjuðu hins vegar mun sterkari í þeim síðari og komust mest í 33stiga mun. Þannig þetta var orðið formsatriði fyrir þær grænklæddu að klára leikinn. Fjölnir áttu í miklu basli með Lele Hardy og Shanae Baker en þær áttu báðar mjög góðan dag. Hjá Fjölni var Brittney Jones allt í öllu en einnig átti Bergdís Ragnarsdóttir fína spretti.
 
Hjá Njarðvík áttu sem fyrr segir Lele Hardy stórleik með 24 stig og 17 fráköst 5 stoðsendingar (30min). Shanae Baker-Brice 20 stig og 5 stoðsendingar, 4 stolna (31min). Petrúnella Skúladóttir 14 stig 5 fráköst (22min). Salbjörg Sævarsdóttir 9stig og 9 fráköst (15min).
 
Hjá Fjölni var Brittney Jones allt í öllu með 33 stig 7stoðsendingar 6 fráköst 4 stolna (40min)
Bergdís Ragnarsdóttir 12 stig, 7 fráköst, 5 stolna (31min)
 
Gaman var að fylgjast með þeim Brittney Jones og Shanae Baker-Brice í leiknum en þær eru án efa tvær af betri leikmönnum í deildinni og leggja mikið á sig bæði í vörn og sókn.
 
Fjölnir hittu illa fyrir utan þriggjastiga línuna en ekkert af skotum þeirra duttu niður 0/10 á meðan Njarðvík settu niður 12 af 30 skota sinna niður.
 
Njarðvík frákastaði betur í leiknum en þær tóku alls 43 fráköst þar af 20 sóknarfráköst en Fjölnir tók 34 fráköst.
 
Njarðvík gaf 21 stoðsendingu á móti 9 hjá Fjölni
 
Með sigrinum er Njarðvík komið í 30 stig tveimur stigum á eftir Keflavík sem tapaði í kvöld í Stykkishólmi. Fjölnir hins vegar enn með tíu stig á botninum eins og Hamar en Valur er þar stutt á undan með 14 stig.
 
 
Mynd/ Úr safni – Björn Ingvarsson: Salbjörg Sævarsdóttir í leik gegn Fjölni fyrr á leiktíðinni.
 
AMG
 
   
Fréttir
- Auglýsing -