spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÖruggur heimasigur í ÞG Verk höllinni í Garðabæ

Öruggur heimasigur í ÞG Verk höllinni í Garðabæ

Stjarnan lagði Hamar/Þór í kvöld í 15. umferð Bónus deildar kvenna, 87-75.

Stjarnan eftir leikinn í 7. sæti deildarinnar með 14 stig á meðan Hamar/Þór er í 10. sætinu með 2 stig.

Stjarnan var með góð tök á leik kvöldsins frá fyrstu mínútu og leiða þær með 11 stigum eftir fyrsta fjórðung. Hamar/Þór nær aðeins áttum undir lok fyrri hálfleiksins, en munurinn þó enn 13 stig þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 46-33.

Gestirnir ná að koma til baka í upphafi seinni hálfleiksins og er munurinn aðeins 5 stig fyrir lokaleikhlutann. Í þeim fjórða setur Stjarnan þó fótinn aftur á bensíngjöfina og ná að koma forskoti sínu aftur í tveggja stiga tölu, nánast út leikinn, sem endar með 12 stiga sigri Stjörnunnar, 87-75.

Stigahæstar heimakvenna í kvöld voru Diljá Ögn Lárusdóttir með 26 stig og Eva Wium Elíasdóttir með 20 stig.

Fyrir Hamar/Þór var stigahæst fyrrum leikmaður Stjörnunnar Ana Clara Paz með 22 stig og Jadakiss Guinn með 16 stig.

Tölfræði leiks

Stjarnan: Diljá Ögn Lárusdóttir 26/4 fráköst, Eva Wium Elíasdóttir 20/7 fráköst/6 stoðsendingar, Stina Josefine Almqvist 17/7 fráköst, Berglind Katla Hlynsdóttir 12/6 fráköst/3 varin skot, Ruth Helena Sherrill 6/17 fráköst, Fanney María Freysdóttir 3, Heiðrún Björg Hlynsdóttir 2/4 fráköst, Sigrún Sól Brjánsdóttir 1/6 fráköst, Eva Ingibjörg Óladóttir 0, Ingibjörg María Atladóttir 0, Elísabet Ólafsdóttir 0, Bára Björk Óladóttir 0.


Hamar/Þór: Ana Clara Paz 22/5 fráköst/5 stoðsendingar, Jadakiss Nashi Guinn 16/12 fráköst/8 stoðsendingar, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 15, Jovana Markovic 13/6 fráköst, Mariana Duran 7/5 fráköst, Bergdís Anna Magnúsdóttir 2, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 0, Dagrún Inga Jónsdóttir 0, Jara Björg Gilbertsdóttir 0, Andrea Ösp Gunnsteinsdóttir 0, Sólveig Grétarsdóttir 0, Guðrún Anna Magnúsdóttir 0.

Fréttir
- Auglýsing -