spot_img
HomeFréttirÖruggur heimasigur hjá Hetti

Öruggur heimasigur hjá Hetti

Leikur Hattar gegn Hamri í 1. deild karla í gær var hvorki sérstaklega skemmtilegur né spennandi.
 
 
Hamarsmenn komu reyndar mjög ákveðnir til leiks og var staðan eftir 1. leikhluta 17-19. Í öðrum leikhluta skildi hins vegar alveg á milli og fór Höttur með 15 stiga forystu inn í hálfleikinn 45-30.
 
Það dró hvorki sundur né saman með liðunum að ráði í síðari hálfleik og niðurstaðan öruggur 97-81 sigur heimamanna.
 
Austin Bracey, íslenskur Bandaríkjamaður Hattar, bar af á vellinum í dag, skoraði 36 stig og hirti 7 fráköst. Skotnýting var til fyrirmyndar hjá honum en hann setti 6 af 10 þristum og 9 af 11 skotum innan línunnar.
 
Frisco Sandidge var einnig drjúgur hjá Hetti með 25 stig og 16 fráköst. Danero Thomas skoraði 22 stig og tók 11 fráköst fyrir Hamar.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -