spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÖruggur heimasigur á Sunnubrautinni

Öruggur heimasigur á Sunnubrautinni

Keflavík hafði betur gegn ÍA í Blue höllinni í kvöld í sjöundu umferð Bónus deildar karla, 96-72.

Eftir leikinn er Keflavík í 2.-3. sæti deildarinnar með 10 stig líkt og Tindastóll á meðan ÍA er í 10. sætinu með 4 stig.

Leikurinn var nokkuð jafn á upphafsmínútunum og munaði aðeins stigi eftir fyrsta fjórðung, 22-21. Heimamenn í Keflavík náðu þó að taka völdin undir lok fyrri hálfleiksins og leiða með 17 stigum þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 51-34.

Keflavík lætur svo kné fylgja kviði í upphafi seinni hálfleiksins. Fara mest með forystu sína í 31 stig í þriðja fjórðungnum, en eru 23 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Sá fjórði nánast formsatriði fyrir heimamenn í Keflavík, sem sigra að lokum gífurlega örugglega, 96-72.

Stigahæstir fyrir Keflavík í leiknum voru Jaka Brodnik með 18 stig og Hilmar Pétursson með 15 stig.

Fyrir ÍA var stigahæstur Gojko Zudzum með 23 stig og næstur honum Lucien Christofis með 15 stig.

Tölfræði leiks

Keflavík: Jaka Brodnik 18/8 fráköst, Hilmar Pétursson 15/5 stoðsendingar, Ólafur Björn Gunnlaugsson 13/7 fráköst, Craig Edward Moller 11/9 fráköst, Egor Koulechov 11/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 9, Mirza Bulic 9/4 fráköst, Darryl Latrell Morsell 7/7 fráköst, Eyþór Lár Bárðarson 3, Nikola Orelj 0, Jakob Máni Magnússon 0, Viktor Magni Sigurðsson 0.


ÍA: Gojko Zudzum 23/8 fráköst, Lucien Thomas Christofis 15/6 fráköst, Ilija Dokovic Dokovic 12/6 fráköst/5 stoðsendingar, Josip Barnjak 7, Styrmir Jónasson 5/4 fráköst, Kristófer Már Gíslason 5, Hjörtur Hrafnsson 3, Aron Elvar Dagsson 2/5 fráköst, Júlíus Duranona 0, Jóel Duranona 0, Marinó Ísak Dagsson 0, Tómas Ingi Hannesson 0.

Fréttir
- Auglýsing -