spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÖruggur Fjölnissigur gegn Þór

Öruggur Fjölnissigur gegn Þór

Þórsarar máttu þola 24 stiga tap gegn Fjölni í sannkölluðum nýliðslag í leik sem fram fór í íþróttahöllinni í kvöld, lokatölur 69-94. Meira um leikinn síðar.

Þetta var mjög lélegur leikur af okkar hálfu, eiginlega á alla kanta bæði í vörn og sókn. Það vantaði allan baráttuanda og leikgleði.  Við vorum einfaldlega of hikandi í öllum okkar aðgerðum í kvöld og leikmenn ekki að spila sinn leik” sagði Lárus þjálfari í leikslok eftir tap gegn Fjölni í kvöld hann var réttilega mjög svekktur. Hann veit líkt og leikmenn Þórs að slík frammistaða og Þórsliðið sýndi í kvöld er ekki vænleg til árangurs í efstu deild.

Eins og Lalli  bendir á var ansi margt sem vantaði upp á hjá Þórsliðinu og m.a. benti hann á þá staðreynd að það sé einfaldlega að skora aðeins 69 stig í heilum leik sé ekki vænlegt til árangurs. Og til marks um það þá skoruðu þrír af lykilmönnum Fjölnis sex stigum meir en allt Þórsliðið þar sem þeir Jere Vucica, Viktor Moses og Srdan Stojanovic skoruðu samtals 75 stig í leiknum. Þessir þrír leikmenn tóku samtals tveimur fleiri fráköst en allt Þórsliðið eða 37 talsins. Fjölnismenn tóku alls 59 fráköst í leiknum gegn 35 Þórs og munar þar 24 sem er einfaldlega of mikill munur.

Gestirnir úr Fjölni leiddu eftir fyrsta leikhluta með 7 stigum 16-23 og munurinn í hálfleik var orðin 19 stig 30-49.

Þórsarar áttu ágætis leik í þriðja leikhluta og dugði skammt þótt Þór ynni þriðja leikhlutann með einu stigi 22-21. Gestirnir spýttu í lófana í fjórða leikhluta og unnu hann með 7 stigum 17-24 og lönduðu þægilegum 24 stiga sigri 69-94.

Hansel Athencia var stigahæstur Þórs með 15 stig 2 fráköst og 5 stoðsendingar. Pablo Hernández var með 14 stig 5 fráköst og eina stoðsendingu. Mantas Virbalas var með 14 stig, 7 fráköst og 2 stoðsendingar. Júlíus Orri 12 stig 5 fráköst og 2 stoðsendingar. Jamal Palmer 10 stig og 4 fráköst. Baldur Örn 2 stig og 5 fráköst, Ragnar Ágústsson 2 stig 3 fráköst og eina stoðsendingu. Róbert Orri og Kolbeinn Fannar tóku sitt hvort frákastið og Erlendur Ágúst var með 1 stoðsendingu.

Hjá Fjölni var Victor Lee Moses klárlega besti maður vallarins með 29 stig 20 fráköst og eina stoðsendingu. Srdan Stojanovic 23 stig 11 fráköst og 5 stoðsendingar. Jere Vucica 23 stig 7 fráköst og 1 stoðsending. Róbert Sigurðsson 6 stig, Vilhjálmur Theodór 5 stig, Egill Agnar 3 stig, Hlynur Logi og Guðjón Ari 2 stig hvor og Viktor Máni 1 stig.

Tölfræði leiks

Staðan í deildinni

Myndaalbúm

Umfjöllun, myndir & viðtal / Palli Jóh

Fréttir
- Auglýsing -