spot_img
HomeFréttirÖruggt í Keflavík

Öruggt í Keflavík

Keflavík tók á móti Vestra í Subway deildinni í Blue höllinni í kvöld. Liðin mættust fyrir Vestan í fyrsta leik tímabilsins þar sem Keflavík vann eftir tvíframlegndan leik.

Heimamenn byrjuðu betur en gestirnir komu sterkir inn og leiddu meirihluta leikhlutans. Vestri urðu aðeins kærulausir og Keflvíkingar komust yfir og leiddu eftir fyrsta leikhluta 26 – 20.

Vestri nagaði smám saman niður forskot Keflavík og komust næst einu stigi frá þeim um miðbik leikhlutans. Keflavíkingar tóku sig þá á og komu sér 13 sigum yfir þegar tæp mínúta var eftir af fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 44 – 33.

Gestirnir voru ekki sannfærandi í þriðja leikhluta. Þrátt fyrir ágætis vörn þar sem þeir náðu að stoppa Keflavík, þá gekk lítið í sókninni. Vestra menn náðu aðeins að laga stöðuna en voru undir fyrir fjórða leikhluta 62 – 49.

Það gekk lítið hjá Vestra að ná niður muninum. Öruggur sigur Keflavík í höfn 80 – 71.

Byrjunarlið:

Keflavík: Jaka Brodnik, Dominykas Milka, Hörður Axel Vilhjálmsson Calvin Burks Jr. og Valur Orri Valsson.

Vestri: Marko Jurica, Rubiera Rapaso Alejandro, Ken-Jah Bosley, Julio Calver De Assis Alfonso og Nemanja Knezevic.

Hetjan:

Hjá Vestra áttu bræðurnir Hugi og Hilmir Hallgrímssynir báðir góða innkomu af bekknum en Ken-Jah Bosley var bestur gestana. Hjá heimamönnum áttu Milka, Hörður Axel og Brodnik góðan leik en það var Calvin Burks Jr. sem var bestur á vellinum í kvöld.

Kjarninn:

Verðskuldaður sigur heimamanna. Keflavík einfaldlega númeri of stórir fyrir Vestra í kvöld.

Tölfræði

Viðtöl:

Pétur Már Sigurðsson
Hjalti Þór Vilhjálmsson
Fréttir
- Auglýsing -