spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Öruggt hvaða lið fara áfram úr riðlinum í Katowice - Þetta eru...

Öruggt hvaða lið fara áfram úr riðlinum í Katowice – Þetta eru þjóðirnar sem hafa þegar tryggt sig áfram

Eftir að Belgía tapaði fyrir Ísrael í gær og Ísland laut í lægra haldi gegn Slóveníu var ljóst hvaða fjögur lið það yrðu sem færu áfram í 16 liða úrslit lokamóts EuroBasket 2025 úr riðlinum í Katowice.

Verða það Ísland og Belgía sem sitja eftir á meðan að Slóvenía, Ísrael, Frakkland og Pólland munu öll fara í 16 liða úrslitin. Hver nákvæm niðurröðun í riðlinum verður ekki ljóst fyrr en eftir síðustu leiki á morgun.

Ásamt þeim fjórum hafa tryggt sig áfram úr riðlinum í Tampere, Finnland, Þýskaland og Litháen, úr riðlinum á Limasol, Grikkland og Ítalía og riðlinum í Riga, Lettland, Serbía og Tyrkland.

Þá eru það 12 af 16 liðum sem þegar hafa tryggt sig áfram, en hver þau 4 verða sem fylgja þeim ræðst í dag og á morgun. Þar eru í harðri baráttu Bosnía, Spánn, Bretland, Georgía, Svartfjallaland, Svíþjóð, Eistland og Portúgal.

Fréttir
- Auglýsing -