spot_img
HomeFréttirÖruggt hjá Stjörnunni í fyrsta leik Reykjanesmótsins

Öruggt hjá Stjörnunni í fyrsta leik Reykjanesmótsins

 
Reykjanesmótið hófst í kvöld með viðureign Breiðabliks og Stjörnunnar en leikurinn fór fram í Smáranum í Kópavogi. Garðbæingar fóru með öruggan sigur af hólmi að þessu sinni.
Lokatölur voru 50-108 Stjörnunni í vil, Garðbæingar byrjuðu 16-0 og leiddu svo 25-7 að loknum fyrsta leikhluta. Í hálfleik var staðan 47-19 og ljóst í hvað stefndi.
 
Tveir leikir fara svo fram á miðvikudag, Haukar taka á móti Njarðvík að Ásvöllum og Keflavík leikur gegn Breiðablik í Toyota-höllinni. Báðir leikir hefjast kl. 19:15.
 
Staðan í Reykjanesmótinu
 
1. Stjarnan – 2 stig
2. Haukar
3. Njarðvík
4. Keflavík
5. Grindavík
6. Breiðablik – 0 stig
Mynd/ Justin Shouse og félagar í Stjörnunni völtuðu yfir Breiðablik í kvöld.
Fréttir
- Auglýsing -