spot_img
HomeFréttirÖruggt hjá Njarðvíkingum

Öruggt hjá Njarðvíkingum

 Njarðvíkingar fengu í heimsókn Valsmenn í Dominosdeild karla í kvöld og frá fyrstu mínútu voru það heimamenn sem tóku völdin í leiknum og héldu þeim tonnataki fram til loka. Öruggur 112:75 sigur heimamanna blasti við eftir 40 mínútna leik en í hálfleik höfðu Njarðvíkingar þá þegar komið sér í vænlega stöðu 53:35,
 Það er óhætt að segja að umhverfið er gjörbreytt hjá þeim Njarðvíkingum með komu Tracy Smith.  Skyttur liðsins eru hvað eftir annað að fá skot sem þeir hafa ekki séð í mörg ár, þ.e.a.s galopin skot.  Smith þrátt fyrir að vera ansi langt frá því að vera komin í gott form er maður mikill í vexti og kann að nýta það nokkuð vel niðri á blokkinni. Svo hefur kappinn einnig í vopnabúri sínu ansi huggulegt “fyrsta skref”.  Tracy hefur nú leikið tvo leiki með Njarðvíkingum og lofar nokkuð góðu en alvöru prófið er framundan hjá þessu hægláta trölli þeirra. 
 
Njarðvíkingar voru í kvöld að mjög vel, kerfum voru rúllað í gegn og skiluðu nákvæmlega því sem þau áttu að skila. Þegar leið á fór að hitna í skyttum þeirra grænklæddu  og þegar svo ber við á andstæðingurinn litla von í Ljónagryfjunni.  Logi Gunnarsson skaut t.a.m. 5/7 fyrir utan línuna svo einhver sé nefndur.  
 
Valsmenn geta svo sem engum um kennt þetta tap í kvöld. Þeir eru einfaldlega í klassa fyrir neðan Njarðvíkurliðið og hefði mikið þurft að ganga á þannig að þeir færu með einhver stig úr Njarðvíkinni í kvöld.  Leikur þeirra byggist mikið á því að Chris Woods klári sóknir liðsins og því hlutverki skilar hann svo sem ágætlega af sér en það er einfaldlega langt frá því að vera nóg.  Varnarleikur þeirra var slakur og lítið sem hægt er að segja um þetta Valslið annað en að restin af vetrinum mun verða þeim erfiður.  Valsmenn fá þó hálft prik fyrir ágæta baráttu á köflum í leiknum en alla stemmningu vantaði í liðið. 
 
Njarðvíkingar halda áfram að teika Grindvíkinga í 2-3 sætinu en Valsmenn verma botnsætið með 2 stig. 
 
Fréttir
- Auglýsing -