Maryland og Elon mættust í bandarísku háskóladeildinni í nótt á heimavelli Maryland þar sem Haukur Helgi Pálsson og félagar fóru með öruggan sigur af hólmi. Lokatölur leiksins voru 76-57 Maryland í vil þar sem Haukur fékk að spreyta sig í tvær mínútur.
Á þessum tveimur mínútum náði Haukur að vinna sér inn eina villu en fleira var það ekki að þessu sinni. Að öllu jöfnu fá fyrsta árs nemar ekki mikið að spreyta sig í boltanum og vitað var fyrir þessa leiktíð að Haukur væri að fara inn í strangan og sterkan skóla þar sem baráttan um hverja mínútu yrði gríðarlega hörð. Þess má þó geta að Haukur hefur fengið að koma inn á í öllum leikjum Maryland það sem af er leiktíðinni.
Stigahæstur hjá Maryland í nótt var svo Jordan Williams með 24 stig og 13 fráköst.



