spot_img
HomeFréttirÖruggt hjá KR

Öruggt hjá KR

Njarðvíkurstúlkur sem spáð var falli úr úrvalsdeildinni mættu liði KR sem spáð var titlinum í kvöld í Ljónagryfjunni. Skemmst frá því að segja þá sigruðu þær röndóttu nokkuð auðveldlega 51-99. KR stúlkur hófu leik á að skora fyrstu 10 stigin og litu aldrei tilbaka eftir það.
Sem fyrr segir hófu KR stúlkur leikinn gríðarlega sterkt og áttu Njarðvík í mesta basli með að koma knettinum í körfuna. Sterk vörn gestanna varð heimastúlkum mikil hindrun en þegar í annan leikhluta var komið fóru heimastúlkur að sína á sér betri hliðar. Ekki er laust við að taugatitringur hafi verið í herbúðum heimamanna að mæta sterkasta liði deildarinnar. 20 stig skildu liðin í hálfleik og í þeim seinni þá gáfu gestirnir bara meira í og sem fyrr segir endaði leikurinn með verðskulduðum stór sigri gestanna 51-99.

Eftir að heimastúlkur hristu af sér mesta stressið frá byrjun leiks voru þær á köflum að sýna ágætis takta og börðust vel í leiknum.  Þrátt fyrir það áttu þær litla möguleika í sterkt lið KR að þessu sinni.  Jenny Pfeiffer-Finora var stigahæst gestanna með 20 stig en hjá heimastúlkum var það Ólöf Helga Pálsdóttir sem skoraði mest eða 12 stig.  Því miður er ekki komin inn meiri tölfræði úr leiknum. Hægt er að sjá viðtöl við þjálfara liðanna í Karfan TV hlekknum á forsíðunni.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -