spot_img

Öruggt hjá Keflavík

Njarðvíkingar tóku á móti Keflavík í Dominos deild karla í Njarðtaksgryfjunni í kvöld. Undarlegt að vera á þessum stórleik einn í stúkunni. Stemmningin samt augljóslega til staðar hjá leikmönnum enda verið að berjast um bæjarfélagið!

Keflvíkingar byrjuðu leikinn betur, en Njarðvík hélt í við þá með því að setja þrjá þrista. Hester fékk sína þriðju villu um miðbik fyrsta leikhluta og spilaði ekki meira í leiklhutanum. Gestirnir leiddu og heimamenn eltu. Staðan eftir fyrsta leikhluta 18 – 24 Keflavík í vil.

Smá töf var á því að annar leikhluti gæti hafist, þar sem ritaraborðið áttaði sig á því að Reggie var í vitlausu númeri, en hann var mǽttur til leiks í númer 10, en ekki 12 eins leikskýrsla og venja er hjá kappanum. Keflavík bætti aðeins í og heimamenn héldu áfram að elta. Milka með 21 stig og 7 fráköst, ágætis tölur í heilum leik, hvað þá á tæpum 16 mínútum. Staðan í hálfleik 41 – 53 Keflavík í vil.

Njarðvíkingar voru mun lengur inn í klefa og komu dýrvitlausir inn í þriðja leikhluta. Það varði þó skammt og Keflavík svaraði með látum og var komið 20 stigum yfir um miðbik leikhlutans. Heimamenn voru mun betri síðustu mínúturnar, fremstur í flokki Glasgow sem raðaði niður körfum síðustu mínútuna. Staðan fyrir fjórða leikhluta 62 – 69 Keflavík í vil.

Eltingarleikur heimamanna hélt áfram í fjórða leikhluta og þeir sóttu hart að gestunum. Hester fékk fimmtu villuna þegar rúmar 3 mínútur voru eftir af leiknum þegar Milka fiskaði sóknarvillu á hann. Ólafur Helgi fékk einnig sína fimmtu villu strax í næstu sókn Keflavíkur. Í kjölfarið kláraði Keflavík leikinn. Lokatölur 77 – 90.

Byrjunarlið:

Njarðvík: Rodney Glasgow, Antonio Hester, Jón Arnór Sverrisson, Logi Gunnarsson og Mario Matasovic.

Keflavík: Dominykas Milka, Deane Williams, Hörður Axel Vilhjálmsson, Calvin Burks og Valur Orri Valsson.

Hetjan:

Mario Matasovic og Rodney Glasgow voru bestir í liði heimamanna. Deane Williams  setti 25 stig og tók 7 fráköst fyrir Keflavík en það var bara einn kóngur á vellinum og það var Dominykas Milka sem setti 32 stig og tók 19 fráköst.

Kjarninn:

Keflavík fékk engin stig af bekknum en allt byrjunarliðið skoraði 10 eða fleiri stig. Keflavík leiddu allan leikinn og gerðu vel að hleypa Njarðvík aldrei inn í leikinn. Hester lenti snemma í viluvandræðum, hann náði að spila á þrem villum í dágóðan tíma en gat augljóslega ekki beit sér eins og ella. Villu vandræði Njarðvíkinga reyndust þeim dýrkeypt.

Tölfræði

Viðtöl:

Hörður Axel Vilhjálmsson

Hjalti Þór Vilhjálmsson

Logi Gunnarsson

Fréttir
- Auglýsing -