spot_img
HomeFréttirÖruggt hjá Jamtland og Solna - 08 Stockholm lá úti

Öruggt hjá Jamtland og Solna – 08 Stockholm lá úti

Fjórir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gær. Brynjar Þór Björnsson og Jamtland Basket höfðu öruggan sigur á botnliði ecoÖrebro 71-91. Solna Vikings lagði Södertalje Kings örugglega og 08 Stockholm HR mátti hinsvegar sætta sig við ósigur.
 
 
ecoÖrebro 72-91 Jamtland Basket
Brynjar Þór var ekki í byrjunarliði Jamtland en lék í tæpa 21 mínútu og skoraði 6 stig. Enginn af fjórum þristum Brynjars vildi niður og þá var hann með eina stoðsendingu í leiknum.
 
Boras 91-71 08 Stockholm HR
Helgi Magnússon var í byrjunarliði 08 í gærkvöldi og skoraði 14 stig á tæpum 30 mínútum. Þá var hann einnig með 6 fráköst og 2 stoðsendingar.
 
Solna 85 – 68 Södertalje Kings
Logi Gunnarsson gerði 13 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar á rétt rúmum 30 mínútum fyrir Solna og þá var hann einnig með tvo stolna bolta í leiknum.
 
Af okkar mönnum í Svíþjóð er það að frétta að Jakob Örn Sigurðarson er í 2. sæti yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar með 19,69 stig að meðaltali í leik. Logi Gunnarsson er í 9. sæti listans með 16,66 stig að meðaltali í leik. Hlynur Bæringsson er í 18. sæti með 14,37 stig og Pavel Ermolinski í 20. sæti með 14,32 stig.
 
Pavel Ermolinski er í 4. sæti yfir flestar stoðsendingar í deildinni en hann gefur að meðaltali 5,37 stoðsendingar í leik. Jakob Örn er í 15. sæti með 3,19 stoðsendingar og Logi Gunnarsson í 18. sæti með 2,63 stoðsendingar og Hlynur þar strax á eftir með 2,6 stoðsendingar.
 
Hlynur leiðir deildina í flestum fráköstum með 10,47 fráköst að meðaltali í leik. Pavel er í 11. sæti með 7,0 og Helgi Magnússon í 17. sæti með 5,72 fráköst í leik.
 
Hlynur er þriðji framlagshæsti leikmaður deildarinnar með 20,8 í leik og strax í fjórða sæti er Pavel Ermolinski með 20,14. Jakob Örn er svo í 19. sæti með 15,84.
 
Mynd/ Logi Gunnarsson skoraði 13 stig fyrir Solna í gærkvöldi
Fréttir
- Auglýsing -