spot_img
HomeFréttirÖruggt hjá Grindavík norðan heiða (Umfjöllun)

Öruggt hjá Grindavík norðan heiða (Umfjöllun)

 
Grindvíkingar eru komnir áfram í Poweradebikarnum eftir öruggan 67-90 sigur á 1. deildar liði Þórs í kvöld á Akureyri. Janft var á með liðum á upphafsmínútum leiksins en þegar líða tók á leikinn sígu gestirnir framúr og lönduðu öruggum 23 stiga sigri, 67 – 90 og eru þar með komnir áfram í bikarnum.
Leikurinn byrjaði vel þar sem bæði lið skiptust á að skora. Hins vegar þegar líða tók á fyrsta leikhluta náðu gestirnir yfirhöndinni og leiddu leikinn eftir fyrsta fjórðung, 12 – 19. Grindvíkingar byrjuðu annan leikhluta vel og náðu fljótt 10 stiga forystu, 17 – 27. Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari gestanna var duglegur að rótera í liði sýnu og nýtti breiddina mjög vel sem skilaði gestunum góðum spretti um miðjan fjórðung með Andre Smith fremstann í flokki. Heimamenn voru þó ekki að taka nógu góð skot og gerðu gestunum stundum of auðvelt fyrir sem gestirnir nýttu vel og settu sín skot niður. Með góðri hittni náðu gestirnir góðu forskoti og leiddu leikinn með 18 stigum þegar liðin gengu til búningsklefa, 29 – 47.
 
Grindvíkingar héldu áfram á sömu braut á meðan Þórsarar reyndu eins og þeir gátu að minnka munin en fátt gekk upp og var Konrad Tota sá eini sem náði að nýta skot sín. Hinn ungi og efnilegi Stefán Karel átti þó afar góða innkomu hjá heimamönnum, þó sérstaklega varnarlega. Hin góða innkoma Stefáns hjálpaði heimamönnum takmarkað þar sem góð hittni gestanna hélt áfram og þeir leiddu leikinn nokkuð þægilega, 51-72 áður en fjórði og síðasti leikhluti hófst. Fátt breyttist í fjórða leikhluta þar sem gestirnir héldu áfram að nýta skot sín utan að velli og þá sérstaklega Áramann Vilbergsson sem setti m.a. fjóra þrista í leiknum. Undir lok leiksins fengu minni spámenn liðanna að spreyta sig og var þá sérstaklega gaman að fylgjast með þeim Sindra Davíðssyni, Sigmundi Eiríkssyni og Stefán Karel hjá heimamönnum sem börðust af miklum krafti. Þrátt fyrir góða baráttu heimamanna, dugði það skammt því að Grindvíkingar silgdu öruggum 23 stiga sigri í höfn, 67 – 90 og eru því komnir áfram í næstu umferð.
 
Atkvæmamestir hjá heimamönnum – Konrad Tota 25 stig, Wesly Hsu 9, Óðinn Ásgeirsson 8, Ólafur Torfason 8, Bjarni Árnason 5, Sigmundur Eiríksson 5, Baldur Már Stefánsson 3, Stefán Torfason 2 og Sindri Davíðsson 2
 
Atkvæðamestir hjá gestunum – Ármann Vilbergsson 17 stig, Andre Smith 16, Ómar Sævarsson 15, Björn Brynjólfsson 11, Þórleifur Ólafsson 11, Helgi Björn Einarsson 6, Ólafur Ólafsson 6, Ryan Pettinella 6, Egill Birgisson 1 og Marteinn Guðbjartsson 1
 
Umfjöllun: Sölmundur Karl Pálsson
 
Fréttir
- Auglýsing -