Mikil eftirvænting var þegar Hamar/Þór tók á móti Grindavík í fyrstu umferð Bónus deildar kvenna.
Hamar/Þór hefur farið í gegnum breytingar í sumar eftir tímabilið í fyrra sem endaði ekki vel, og hafa þær litið mjög vel út á undirbúningstímabilinu. Endursamið var við ungan kjarna liðsins auk þess sem þær fengu Jadu Guinn sem lék við góðan orðstír í Bretlandi.
Grindavík stóðu sig vel í fyrra og féllu út á móti Haukum í úrslitakeppninni þar sem veikleikar liðsins voru afhjúpaðir, en þær hafa fyllt í götin í sumar meðal annars með því að fá fyrrum leikmann Hamar/Þórs hana Abby Beemann sem var einn stigahæsti leikmaður deildarinnar.
Byrjunarlið
Hamar/Þór: Ellen, Jóhanna, Maríanna, Jovana, Jada.
Grindavík: Abby, Ellen, Isabella, Ólöf.
Grindavík leiddi mest með 12 stigum í fyrsta leikhluta en Hamar/Þór voru búnar að ná því niður í 3 stig þegar leikhlutinn endaði H/Þ 23-26 Grindavík.
Í öðrum leikhluta ná Grindavík aftur að koma þessu í 12 stiga mun. Og hefur Abby verið atkvæða mikil og komin með 16 stig en Hamar/Þór eru að brjóta mikið eða vekur athygli að þær eru komnar með 10 villur og þar af Ellen Iversen fengið 4 af þeim og er það jafnmargar villur og Grindavík í heildina.
Fyrri hálfleikur endar Hamar/Þór 38-45 Grindavík.
Grindavík eru stærri og hafa flest stigin þeirra 18 komið inní teig og er það gat sem þarf að stoppa fyrir seinni hálfleikinn.
Hjá H/Þ er Jada Guinn með 12 stig og 18 frl.
Hjá Grindavík er Abby með 16 stig og 16 í frl.
H/Þ koma vel inn í fjórða leikhluta og minnka muninn en Grindavík eykur muninn hægt og þétt en H/Þ koma alltaf til baka. En Grindavík eru sterkari undir körfunni og hafa skorað 18 stig inní teig bara þennan 3 leikhluta.
Grindavík vinnur leikhlutan með tveimur stigum 19-21 og staðan H/Þ 57-66 Grindavík.
Grindavík ráða illa við hana Jadu Guinn sem er á eldi hérna í byrjun fjórða leikhluta og staðan er kominn í 4 stig þegar Þorleifur kallar leikhlé. Þegar munurinn er komin í eitt stig kemur Ólöf Rún með tvo þrista í röð og eykur muninn aftur í sjö stig.
Gæðamunur er á liðunum eins og er og er Grindavík alltaf með svör við endurkomu H/Þ. Grindavík er að skora flest sín stig inní teig en H/Þ áttu samt góðan leik en voru oft klaufar sem varð þeim svolítið að falli.
Hamar/Þór 74-89 Grindavík.
Atkvæðamestar
Hamar/Þór: Jada Guinn 25 stig, 8 stoð, 5 frk og 30 framlag. Mariana 18 stig 13 frl
Grindavík : Abby 23 stig 30 frl. Emilie 12 stig og 15 fráköst, 24 frl.
Umsögn
Þótt Hamar/þór hafi tapað hér í kvöld er það enginn heimsendir. Það er mikið spunnið í þetta lið og eiga þær eftir að sýna það í vetur.
Þær Jóhanna Ýr og fyrirliðin Bergdís eru á sýnu öðru ári með liðinu í efstu deild og eiga þær mikið inni. Auk þess er mikil gróska í kvennakörfu hjá Hamar/Þór og kæmi ekki á óvart að einhver spennandi leikmaður komi upp hjá þeim í vetur.
Í samblandi við gott val á erlendum leikmönnum og ber þá helst Jadu Guinn og Mariönu, þá eiga þær eftir að komast í úrlsitakeppni þetta árið.
Grindavík er ógnarsterkt lið og þó þær hafi verið stirðar á köflum í kvöld þá verða þær illviðráðanlegar í vetur. Stórar og sterkar inní teig og búnar að bæta við skyttum til að breiða út völlinn. Það eina sem getur stoppað þær eru þær sjálfar, geta verið stundum aðeins of villtar og verða að passa sig að örvænta ekki of mikið.
En það verður einhvað þegar þær verða búnar að bæta við WNBA stjörnunni henni Gabdi sem kemur með hæð í bakvarðasveitina hjá þeim og mikla reynslu.
Það kæmi ekki á óvart þó Grindavík myndi vinna allt þetta árið



