spot_img
HomeFréttirÖruggt gegn Kýpur

Öruggt gegn Kýpur

Kvennalandslið Íslands var rétt í þessu að tryggja sér öruggan 70-49 sigur gegn Kýpur á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Íslenska liðið var við stýrið allan tímann og vann sanngjarnan sigur.
 
Helena Sverrisdóttir fór fyrir íslenska liðinu með 16 stig, 12 fráköst og 2 stoðsendingar en Gunnhildur Gunnarsdóttir bætti við 15 stig og þá var María Ben Erlingsdóttir með 14 stig og 7 fráköst.
 
Þetta var í fimmtánda sinn sem Ísland og Kýpur mætast í kvennaflokki og í ellefta sinn sem Ísland hefur sigur í viðureignum þjóðanna. Stærsti sigur Íslendinga á Kýpverjum er 38 stig en sá sigur kom árið 1995.
 
Ísland leikur svo sinn þrijða og síðasta leik á mótinu á morgun þegar liðið mætir heimakonum í Lúxemborg en sá leikur verður úrslitaleikur millum þjóðanna og það lið sem vinnur þann slag verður Smáþjóðameistari.
  
Fréttir
- Auglýsing -