spot_img
HomeFréttirÖruggir sigrar í NBA deildinni í nótt

Öruggir sigrar í NBA deildinni í nótt

Það voru ekkert nema öruggir sigrar í NBA deildinni í nótt en alls fór fram þrír leikir. Brooklyn Nets virðast hægt og bítandi vera að detta í gang og eru komnir í annað sætið í Atlantshafsriðlinum. Sigurhlutfall þeirra tryggir þeim, eins og staðan er núna, inn í úrslitakeppnina í 8. sætið.
 
Nets skruppu til Atlanta og unnu öruggan 127-110 sigur á heimamönnum í Hawks. Joe Johnson kastaði niður 29 punktum og gaf þar fyrir utan 5 stoðsendingar. Andray Blatche kom svo sterkur af bekknum með 20 stig, 14 fráköst og 6 stoðsendingar.
Hjá Hawks voru það þeir Shelvin Mack og Mike Scott sem skoruðu mest eða 17 stig talsins en þeir félagar komu báðir inn af bekknum.
 
Indiana Pacers áttu ekki í miklum vandræðum með New York Knicks og þar fór Lance Stephenson fyrir liði Pacers. Pjakkurinn setti niður 28 stig og Paul George bætti við 25 stigum og tók 7 fráköst.
Hjá Knicks var Carmelo Anthony með 28 stig og 7 fráköst og Tyson Chandler setti niður 13 og tók 9 fráköst.
 
Oklahoma City Thunder vann svo Houston Rockets 104-92. Houston afrekaði að setja tvö met í leiknum en liðið skoraði 73 stig í fyrri hálfleik, sem er það mesta sem liðið hefur nokkurn tímann skorað í einum hálfleik, og svo ekki nema 19 stig í seinni hálfleik, sem er það minnsta sem liðið hefur nokkurn tímann skorað í einum hálfleik. Þessi 54 stiga sveifla er sú mesta í sögu NBA og þetta er í fyrsta skipti sem að lið nær ekki að skora yfir 20 stig í seinni hálfleik eftir að hafa farið yfir 70 í þeim fyrri.
Durant var í banastuði hjá Thunder og setti niður 36 stig og Reggie Jackson smellti niður 23 stigum.
Leikmenn Houston voru nokkuð jafnir heilt yfir og þar voru Jason Harden og Terrence Jones með 16 stig hvor en Jones reif einnig niður 13 fráköst.

FINAL

 
3:00 PM ET
BKN

127
W
ATL

110
 
  Q1 Q2 Q3 Q4 F
BKN 31 34 34 28 127
 
 
 
 
 
ATL 27 26 21 36 110
  BKN ATL
P Johnson 29 Mack 17
R Blatche 14 Antic 5
A Terry 7 Mack 7
 
Highlights
Fréttir
- Auglýsing -