spot_img
HomeFréttirÖruggir sigrar á Suðurnesjum

Öruggir sigrar á Suðurnesjum

23:33 

{mosimage}

Grindavík og Keflavík sigruðu viðureignir sínar í Iceland Express deild kvenna nokkuð örugglega í kvöld. Grindvíkingar tóku á móti Breiðablik í Röstinni og urðu Blikar að sætta sig við sitt áttunda tap í röð. Lokatölur leiksins voru 88-67 Grindavík í vil þar sem Tamara Bowie fór á kostum með 39 stig fyrir Grindavík og tók 16 fráköst. Hjá Blikum var Tiara Harris með 26 stig og 9 fráköst. 

Bryndís Guðmundsdóttir fór á kostum í liði Keflavíkur sem burstaði ÍS 91-67. Bryndís gerði 28 stig og tók 14 fráköst í liði Keflavíkur. Hjá Stúdínum var Helga Jónasdóttir með 15 stig og 9 fráköst. Keflavík er nú komið á topp deildarinnar með 14 stig eins og Íslandsmeistarar Hauka en Hafnarfjarðarkonur eiga leik til góða og mæta þær Hamri í næsta deildarleik. 

Staðan í deildinni 

Mynd: www.vf.is – Þorgíls Jónsson: Barist um boltann í Sláturhúsinu í kvöld

Fréttir
- Auglýsing -