spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÖruggir áfram í undanúrslitin

Öruggir áfram í undanúrslitin

Martin Hermannsson og Alba Berlin sópuðu Bonn út 3-0 í átta liða úrslitum þýsku úrvalsdeildarinnar með sigri í þriðja leik liðanna í kvöld, 86-93.

Á tæpum 25 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 6 stigum, frákasti, 6 stoðsendingum og stolnum bolta.

Martin og félagar eru því komnir áfram í undanúrslitin, en þar mæta þeir sigurvegara einvígið Chemnitz Niners og Rasta Vechta.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -