spot_img
HomeFréttirOrrustan um þann stóra hefst í dag

Orrustan um þann stóra hefst í dag

07:00
{mosimage}

 

(Hlynur Bæringsson gegn Keflavík í Toyotahöllinni) 

 

Úrslitaeinvígi deildarmeistara Keflavíkur og bikarmeistara Snæfells í Iceland Express deild karla hefst í dag kl. 16:00 í Toyotahöllinni í Keflavík. Keflvíkingar hafa heimaleikjaréttinn en Snæfellingar höfnuðu í 5. sæti að lokinni deildarkeppninni. Á leið sinni í úrslit sló Keflavík út Þór Akureyri og ÍR en Snæfellingar afgreiddu Suðurnesjaliðin Njarðvík og Grindavík. Þetta mun vera í þriðja sinn á fimm árum sem liðin mætast í úrslitum. Í fyrstu tvö skiptin höfðu Keflvíkingar betur, 3-1.

 

Liðin mættust tvívegis í deildarkeppninni í vetur þar sem Keflavík vann fyrri leikinn þann 19. október 109-113 í Stykkishólmi eftir framlengdan spennuleik. Í annað sinn mættust liðin í Keflavík og aftur fóru Keflvíkingar með nauman sigur af hólmi 98-95.

 

Snæfell vann sinn fyrsta stórtitil í ár er þeir urðu bikarmeistarar en sagan er ívið lengri hjá Keflavík sem alls hefur orðið átta sinnum Íslandsmeistari. Reynsla liðanna í svona úrslitaeinvígum er því ólík en Snæfellingar hafa sýnt það og sannað undanfarið að þeir gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Slíkt hið sama má segja um Keflavík sem vippuðu sér í metabækurnar með glæsilegri endurkomu í undanúrslitum gegn ÍR og urðu fyrsta lið landsins til þess að komast áfram eftir að hafa lent 2-0 undir.

 

{mosimage}

(Magnús Þór Gunnarsson er klár í slaginn)

 

Líkleg byrjunarlið í dag

 

Keflavík

 

Arnar Freyr Jónsson

Bobby Walker

Magnús Þór Gunnarsson

Gunnar Einarsson

Anthony Susnjara

 

(Hugsanlega gætum við séð Tommy Johnson í byrjunarliðinu þar sem Snæfellingar eru með töluvert hávaxnara lið eða jafnvel Jón N. Hafsteinsson, úr vöndu er að ráða en ofangreint byrjunarlið var að gera góða hluti fyrir Keflvíkinga í síðustu leikjum gegn ÍR)

 

Snæfell

 

Justin Shouse

Slobodan Subasic

Sigurður Á. Þorvaldsson

Ingvaldur Magni Hafsteinsson

Hlynur Bæringsson

 

(Kannski óþarfi að hafa mörg orð um þetta byrjunarlið, okkur telst svo hugur um að þetta sé nokkuð pottþétt hjá þeim. Nema ef ske kynni að Nonni Mæju færi inn fyrir Slobodan. Ólíklegt, en maður veit aldrei)

 

Keflavík-Snæfell

Úrslit – Leikur 1

Toyotahöllin í Keflavík kl. 16:00 í dag.

[email protected]

Myndir: www.karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -