spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaOrrustan um Ingólfsfjall fer fram í kvöld

Orrustan um Ingólfsfjall fer fram í kvöld

Tveir leikir fara fram í 1. deild karla í kvöld.

Á Akureyri mætast heimamenn í Þór og Fjölnir. Fyrir leikinn eru Þórsarar einir á toppi deildarinnar, en með sigri getur Fjölnir jafnað þá að stigum.

Í Hveragerði fer svo fram grannaslagur af bestu gerð þegar að heimamenn í Hamri taka á móti Selfossi. Leikur sem oft hefur verið kenndur við orrustuna um Ingólfsfjall. Selfoss koma nokkuð heitir inn í þennan leik, með sigra í þremur síðustu umferðum. Hamar aftur á móti ískaldir, hafa tapað í þremur síðustu umferðum eftir að hafa byrjað mótið af miklum krafti. Fyrir leikinn eru Hamarsmenn þó í 4.-5. sæti deildarinnar, einum sigurleik fyrir ofan Selfoss sem er í 6. sætinu.

Staðan í deildinni

Fyrrum þjálfari Selfoss, Erik Olson, deildi þessari skemmtilegu mynd frá síðasta grannaslag liðanna:

 

Leikir dagsins

1. deild karla:

Þór Fjölnir – kl. 19:15

Hamar Selfoss – kl. 19:15

Fréttir
- Auglýsing -