spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Orri var frábær gegn Tyrklandi síðast þegar liðin léku "Trúi að við...

Orri var frábær gegn Tyrklandi síðast þegar liðin léku “Trúi að við getum unnið þetta lið”

Íslenska landsliðið mun mæta Tyrklandi í Istanbúl kl. 13:00 á morgun sunnudag 25. febrúar í undankeppni EuroBasket 2025. Leikurinn er annar tveggja í þessum fyrsta glugga keppninnar, en næst leikur Ísland svo heima og heiman gegn Ítalíu í nóvember á þessu ári.

Hérna er heimasíða mótsins

Karfan spjallaði við Orra Gunnarsson leikmann Íslands í Istanbúl í dag. Eftir að hafa átt góðu gengi að fagna með yngri landsliðum Íslands á síðustu árum hefur Orri verið að koma sterkur inn í íslenska A landsliðið. Leikur morgundagsins gegn Tyrklandi verður hans annar gegn liðinu, en í undankeppni Ólýmpíuleikana í ágúst síðastliðnum átti Orri frábæran leik og setti 20 stig gegn heimamönnum í Sinan Erdem höllinni í Istanbúl.

Fréttir
- Auglýsing -