spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaOrri sjóðandi fyrir utan þriggja stiga línuna gegn BBC Nord Dragonz

Orri sjóðandi fyrir utan þriggja stiga línuna gegn BBC Nord Dragonz

Orri Gunnarsson og Swans Gmunden lögðu BBC Nord Dragonz í austurrísku úrvalsdeildinni í dag, 78-65.

Á tæpum 29 mínútum spiluðum skilaði Orri 15 stigum, 4 fráköstum, 5 stoðsendingum og 2 stolnum boltum, en hann setti niður 5 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum.

Swans eru eftir leikinn í 2. sæti deildarinnar með 11 sigurleiki, einum leik fyrir aftan Klosterneuburg sem eru í efsta sætinu.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -