spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaOrri og svanirnir lutu í lægra haldi gegn Traiskirchen

Orri og svanirnir lutu í lægra haldi gegn Traiskirchen

Orri Gunnarsson og svanirnir frá Gmunden máttu þola tap í dag gegn ljónunum frá Traiskirchen í efri hluta austurrísku úrvalsdeildarinnar, 61-72.

Orri hafði hægt um sig sóknarlega, en skilaði fjórum fráköstum og stoðsendingu á rúmum 24 mínútum spiluðum.

Þrátt fyrir tapið eru svanirnir í 2. sæti efri hluta deildarinnar, með 21 sigur og 8 töp það sem af er tímabili.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -