spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaOrri öflugur gegn Kapfenberg

Orri öflugur gegn Kapfenberg

Orri Gunnarsson og svanirnir frá Gmunden máttu þola tveggja stiga tap fyrir Kapfenberg Bulls í Superliga í Austurríki, 99-97.

Á rúmum 26 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Orri 14 stigum, 2 fráköstum og 2 stoðsendingum.

Gmunden eru eftir leikinn í 2. sæti deildarinnar með 8 sigra og 3 töp eftir fyrstu 11 umferðirnar, en þeir eru aðeins einum sigurleik fyrir aftan Klosterneuburg sem eru í efsta sætinu.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -