spot_img
HomeFréttirOrri með tvöfalda tvennu í framlengdum naglbít gegn Judson University

Orri með tvöfalda tvennu í framlengdum naglbít gegn Judson University

Orri Hilmarsson og Cardinal Stritch Wolves töpuðu í nótt fyrir liði Judson University í bandaríska háskólaboltanum eftir framlengdan leik, 70-76. Nokkuð verið um frestanir hjá Wolves það sem af er tímabilinu, en liðið leitar enn að fyrsta sigrinum eftir fyrstu tíu leikina.

Á 43 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Orri 11 stigum, 10 fráköstum og 2 stolnum boltum. Næsti leikur Saint Ambrose Univeristy komandi miðvikudag 27. janúar.

Fréttir
- Auglýsing -