spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaOrri með 11 stig í toppslag í Austurríki

Orri með 11 stig í toppslag í Austurríki

Orri Gunnarsson og svanirnir frá Gmunden máttu þola tap í dag fyrir Klosterneuburg Dukes í austurrísku úrvalsdeildinni, 73-77. Fyrir leik kvöldsins hafði Gmunden unnið níu leiki í röð, en Klosterneuburg tíu leiki.

Á rúmum 26 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Orri 11 stigum, 4 fráköstum og stoðsendingu.

Þrátt fyrir tapið eru Gmunden enn í öðru sæti deildarinnar, nú þremur sigurleikjum fyrir neðan Klosternauburg sem sitja sem fastast í toppsætinu.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -