Hinn efnilegi Orri Hilmarson hefur ákveðið að yfirgefa meistara KR og leika með nýliðum Fjölnis á komandi tímabili í Dominos deild karla.

Orri hefur leikið upp alla yngri flokka KR, sem og með meistaraflokk þeirra síðan árið 2016. Lék hann hluta úr tímabili með Breiðabliki tímabilið 2017-18. Þá hefur hann einnig leikið með öllum yngri landsliðum Íslands, nú síðast með undir 20 ára liðinu í sumar.