spot_img
HomeFréttirOrri atkvæðamikill er Cardinal Stritch Wolves lágu fyrir Saint Francis

Orri atkvæðamikill er Cardinal Stritch Wolves lágu fyrir Saint Francis

Orri Hilmarsson og Cardinal Stritch Wolves máttu þola tap í kvöld fyrir University of Saint Francis í bandaríska háskólaboltanum, 73-62. Mikið verið um frestanir hjá Wolves í vetur, en liðið leitar enn að fyrsta sigrinum eftir fimm leiki.

Orri átti fínan leik í kvöld, þar sem hann leiddi liðið bæði í fráköstum og stoðsendingum. Á 38 mínútum spiluðum skilaði hann 8 stigum, 6 fráköstum, 3 stoðsendingum og stolnum bolta. Næsti leikur Wolves er gegn Lincoln College komandi miðvikudag 13. janúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -