spot_img
HomeFréttirÖrn Sigurðarson: Við vissum að við myndum taka þetta

Örn Sigurðarson: Við vissum að við myndum taka þetta

12:09

{mosimage}
(Örn spilaði vel þegar U18 vann Dani)


Örn Sigurðarson leikmaður 18 ára liðs karla átti góðan dag í dag gegn frændum okkar Dönum. Örn lét vel til sín taka í vörninni og skilaði skotunum sínum niður af miklu öryggi (6 varin skot) og lék þar með stórt hlutverk í góðum sigri Íslendinga.
 


Flottur sigur hjá ykkur, segðu okkur aðeins frá leiknum.
Við náðum bara mjög vel saman og reyndum að hleypa þeim ekki inn í leikinn og svo bara tókum við þetta á lokasprettinum og sýndum þá liðsheildina og hvað það er góður mórall í liðinu.

Þið voruð yfir nánast allan leikinn, en Danir komust svo yfir með fyrstu körfu fjórða leikhluta, var ekkert farið að fara um ykkur þá?
Nei, við vorum alveg slakir. Við vissum bara að við myndum taka þetta, bara yfirvegaðir og góðir.

Þið lékuð allan fjórða leikhlutann án þess að það væri dæmd á ykkur villa.  Var það eitthvað sem var lagt upp með?
Nei bara góð vörn og góð liðsheild.  Við spiluðum þetta bara saman og töluðum saman og spiluðum vörnina mjög vel, gott tal í vörninni líka.

Þið byrjuðuð illa með slæmu tapi á móti Finnlandi, en hafið unnið síðustu tvo leiki.  Hversu langt stefnið þið á mótinu?

Fyrsta sætið, ekki spurning.


Texti og mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -