spot_img
HomeFréttirOrmurinn heiðraður í Detroit í tapi gegn Bulls, Spurs tapa 6 í...

Ormurinn heiðraður í Detroit í tapi gegn Bulls, Spurs tapa 6 í röð

Mikið var um að vera í NBA deildinni í nótt en heilir þrettán leikir voru á dagskrá.  Það sem helst ber að nefna er að Dennis Rodman fékk treyjunúmer sitt hengt upp í rjáfur Palace of Auburn Hills, heimavallar Detroit Pistons þegar liðið tók á móti, og tapaði fyrir, Chicago Bulls.  Þá héldu Los Angeles Lakers áfram ótrúlegu skriði sínu eftir stjörnuleikinn og unnu að þessu sinni Utah Jazz á útivelli.  Þá er San Antonio Spurs eitthvað að fatast flugið en Spurs töpuðu fyrir Houston Rockets í sannkölluðum Texas-slag. Þetta var sjötti tapleikur Spurs í röð en það er stærsta taphrina þeirra í 14 ár.  Að lokum má nefna að þríeykið Wade, James, Bosh skoraði samtals 83 stig í auðveldum sigri Miami á Minnesota Timberwolves.  Úrslit og tölfræði má sjá að neðan.

Milwaukee Bucks-Indiana Pacers (88-89,MIL:Jennings 20 stig. IND:Granger 17 stig.)

Charlotte Bobcats-Orlando Magic (77-89, CHA: Cunningham 21 stig. ORL: Howard 26 stig, 14 fráköst.)

New Jersey Nets-Philadelphia 76ers (90-115, NJN:Wright 15 stig. PHI:Young 22 stig.)

Cleveland Cavaliers-Washington Wizards (107-115, CLE:Sessions 26 stig. WAS:Blatche 36 stig.)

Chicago Bulls-Detroit Pistons (101-96, CHI: Rose 27 stig. DET:Hamilton 30 stig.)

Boston Celtics-Atlanta Hawks (83-88, BOS:Pierce 25 stig. ATL: Crawford 20 stig, Horford 16 stig, 15 fráköst.)

Miami Heat-Minnesota Timberwolves (111-92, MIA: Wade 32 stig, James 27 stig, Bosh 24 stig. MIN: Webster 22 stig.)

Memphis Grizzlies-New Orleans Hornets (93-81, MEM:Randolph 28 stig, 10 fráköst. NOH:Landry 19 stig.)

San Antonio Spurs-Houston Rockets (114-119, SAS: Parker 31 stig, Duncan 23 stig, 13 fráköst. HOU:Martin 33 stig.)

Los Angeles Clippers-Phoenix Suns (98-111, LAC:Gordon 21 stig, Griffin 20 stig, 13 fráköst. PHO:Hill 19 stig.)

Oklahoma City Thunder-Portland Trail Blazers (91-98, OKC:Durant 25 stig. POR:Aldridge 32 stig.)

Denver Nuggets-Sacramento Kings (99-90, DEN:Felton 17 stig. SAC:Garcia 17 stig.)

Los Angeles Lakers-Utah Jazz (96-85, LAL:Bryant 21 stig. UTA:Miles 24 stig.)

Elías Karl

Fréttir
- Auglýsing -